Bloggið hennar Önnu Maríu

nóvember 23, 2009

Piparkökuhús

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 9:54 f.h.

Uppskrift að piparkökuhúsi:

 

1,6 kg hveiti

3 dl mjólk

3 dl sykur

2 dl síróp

100 g smjörlíki

1 og 1/2 msk. kanill

1 msk. matarsóti

1 msk. Engifer

 

Bræðið saman sykur, síróp, smjörlíki og krydd í potti. Bætið mjólk út í og látið síðan kólna. Blandið matarsóda saman við hveitið. Hellið sykurleginum út í og hnoðið vel. Geymið á köldum stað til næsta dags. Teiknið mynstur af húsum á blað og klippið út. Rúllið deigið út, 3 mm þykkt, og skerið út eftir mynstrinu. Bakið á bökunarpappír á plötu við 175°C í 10-12 mínútur.

 

Hvernig er best að líma húsin?

 

Gott er að notast við bráðið súkkulaði. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, takið því næst þríhyrndan smjörpappír og rúllið upp í kramarhús og hellið súkkulaðinu varlega í kramarhúsið, lokið fyrir og klippið sprautugatið eftir hentugleikum. Þetta er eitt besta ráðið en sýnið þolinmæði meðan súkkulaðið storknar. Bráðinn sykur: Setjið sykur á pönnu og hitið upp í háan hita eða þar til sykurinn bráðnar. Berið bráðina því næst á þá hluta hússins sem á að festa saman og haldið við stutta stund. Þegar bráðin kólnar breytist hún í brjóstsykur. Varist snertingu við heitan sykurinn

nóvember 19, 2009

Katalónskt vín

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 9:42 f.h.

Gran Vina Sol 2007

Þetta katalónska hvítvín frá Miguel Torres er að mestu leyti framleitt úr þrúgunni Chardonnay en að auki er Parellada-þrúgunni spænsku blandað saman að hluta, eða um 15%.

Chardonnay-einkennin eru ríkjandi ásamt eikinni, en vínið er að hluta látið gerjast á frönskum eikartunnum, angan feit með smjöri, vanillu, ferskjum og sítrus. Þykkt og feitt í munni, töluvert míneralískt, langt og skarpt í lokin.

Pottþétt matarvín, smellur vel að humar og ætti að ráða við flesta sjávarrétti.

1.999 krónur.

Gran Vina Sol 2007

Krakkamatur

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 9:40 f.h.

Nutella S’mores
1 graham cracker, broken in half
1 well toasted marshmallow (lightly browned on the outside and hot on the inside – used small because that is all I had)
about two teaspoons of Nutella

Spread the Nutella on one half of the graham cracker. Top with marshmallow, followed by the other half of the cracker. Smoosh down and enjoy.

Nutella S’mores
1 graham cracker, broken in half
1 well toasted marshmallow (lightly browned on the outside and hot on the inside – used small because that is all I had)
about two teaspoons of Nutella

Spread the Nutella on one half of the graham cracker. Top with marshmallow, followed by the other half of the cracker. Smoosh down and enjoy.

nóvember 17, 2009

Megrunarfæði fyrir fitnessbombur!

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 3:16 e.h.

Hérna ætla ég að birta matseðil fyrir þá sem taka íþróttir alvarlega og vilja lifa heilsusamlegu lífi.

MÁNUDAGUR
Morgunmatur:  3dl léttjógúrt og 1dl múslí eða Cheerios + heilsuþrenna lýsi.
Millimáltíð: 1 Lítil KEA skyrdós, ávöxtur + Vatnsglas.
Hádegismatur:  kjúklingasalat með Olys jurtaolíu og vatn.
Millimaltíð: Wasa hrökkbrauð með smurosti, sykurskertri sultu og vatn.
Kvöldmatur: Ofnbakaður fiskur með grænmeti og blómkáli.
Kvöldhressing: Niðurskornir ávextir eða prótein skot.

ÞRIÐJUDAGUR
Morgunmatur:  Lítil KEA skyrdós + ávöxtur + heilsuþrenna lýsi.
Millimáltíð: Lítil heilhveitisamloka m. grænmeti og vatn.
Hádegismatur: 1 Laxasneið, hrísgrjón brún, kál og jógúrtsósa.
Millimaltíð:  Prótein skot.
Kvöldmatur: Bökuð kartafla með kotasælu, túnfisk / kjúkling og söxuðum ávöxtum.
Kvöldhressing: Cheerios í bolla + niðurskornir ávextir (ekki mikið).

MIÐVIKUDAGUR
Morgunmatur:  3 dl léttsúrmjólk með Músli + appelsína + heilsuþrenna lýsi.
Millimáltíð:  Wasa hrökkbrauð með kotasælu og agúrku,  vatn.
Hádegismatur: Subway kjúklingasalat með ávaxtasafa.
Millimaltíð: 1 dós Kea skyr + vatnsglas.
Kvöldmatur: Þurrsteikt fitulítið hakk með tómötum, brúnum hrísgrjónum, lauk og sveppum.
Kvöldhressing: Niðurskornir ávextir eða prótein skot.

FIMMTUDAGUR
Morgunmatur:  Cheerios með fjörmjólk + kiwi +heilsuþrenna lýsi.
Millimáltíð: 2 flatkökur með léttsmurosti.
Hádegismatur:  1 KEA skyrdós + grænmetissamloka.
Millimaltíð: Prótein skot. Wasa hrökkbrauð með grænmeti.
Kvöldmatur: Kjúklingabringa með hrísgrjónum og hvítlaukssósa (diet).
Kvöldhressing: Blandaðir niðurskornir ávextir, lítil skál.

FÖSTUDAGUR
Morgunmatur: Hafragrautur + fjörmjólk + heilsuþrenna lýsi.
Millimáltíð: Wasa Hrökkbrauð með smurosti + ávöxtur, vatn.
Hádegismatu:r Ýsa með grænmeti + Vatn.
Millimaltíð: Prótein skot.
Kvöldmatur: Nautakjöt steikt í Olys jurtaolíu með kartöflum og grænmeti..
Kvöldhressing: Niðurskornir ávextir eða prótein skot.

LAUGADAGUR
Laugardagur er svindldagur og allt leyfilegt (þó í hófi.) Taka Sportþrennu.

SUNNUDAGUR
Morgunmatur: Hvítt KEA skyr með jarðaberjum + heilsuþrenna lýsi.
Millimáltíð: Ristuð samloka með 11% osti / káli og skinku.
Hádegismatur: Subway samloka með kalkúnaskinku og grænmeti.
Millimaltíð: Wasa hrökkbrauð með grænmeti / myoplex lite bar.
Kvöldmatur: Heilhveitipasta – salat með túnfisk / rækjum og vatn.
Kvöldhressing: Epli eða appelsína.

Vefsíðan mín

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 3:12 e.h.

Á þessari vefsíðu er þemað uppskriftir, ég ætla að birta nýjar og nýjar uppskriftir fyrir ykkur! 🙂

Kjúklingur með mascarpone

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 3:10 e.h.

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Kjúklinur með mascarpone.

400 grömm pasta
300 grömm kjúklingabringur
1 laukur
25 grömm smjör eða 2 matskeiðar olía
2 desilítrar hvítvín
1 desilítrar kjúklingasoð eða kraftur
150 grömm mascarpone eða sýrður rjómi
1 teskeið rifinn sítrónubörkur
1 matskeið sítrónusafi
Etv. kapers
Salt og pipar

Skraut:
Basílikumblöð
Rifinn parmesanostur

Aðferð fyrir Kjúklinur með mascarpone:

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Hellið því í sigti, þegar það er soðið og látið vatnið drjúpa af. Skerið kjúklinginn í teninga. Saxið laukinn. Steikið laukinn og kjúklinginn í smjöri eða olíu. Hellið hvítvíninu í potinn, látið þetta sjóða aðeins. Bætið soði, mascarpone, sítrónuberki, sítrónusafa og etv. kapers. Látið þetta malla í cirka 5 mínútur, hrærið í á meðan. Smakkið til með salti og pipar. Blandið þessu saman við pastað og skreytið með basílikumblöðum og parmesan.

Virgin strawberry daiquiri

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 3:07 e.h.

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Virgin strawberry daiquiri.

6 fersk jarðaber (það er líka hægt að nota frosin)
1 auka jarðaber til skreytingar
Safi frá 1 lime
1 teskeið sykur
8 ísmolar

Aðferð fyrir Virgin strawberry daiquiri:

Blandið öllum hráefnunum saman í blandara. Hellið svo drykknum í kokteilglas og skreytið með jarðaberinu.

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Virgin strawberry daiquiri.

6 fersk jarðaber (það er líka hægt að nota frosin)
1 auka jarðaber til skreytingar
Safi frá 1 lime
1 teskeið sykur
8 ísmolar

Aðferð fyrir Virgin strawberry daiquiri:

Blandið öllum hráefnunum saman í blandara. Hellið svo drykknum í kokteilglas og skreytið með jarðaberinu.

Fyrsta uppskriftin – Kjúklingasalat

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 3:01 e.h.

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Gott kjúklingasalat.

3 kjúklingabringur
6 pítubrauð
½ iceberg
1 rauð paprikka
½ gúrka
2 desilítrar grænar baunir
1 bakki cherrytómatar
100 grömm hnetur eftir smekk
1 matskeið sesamfræ
150 grömm fetaostur
Olía
Salt og pipar
Paprikkuduft
Gróft salt


Aðferð fyrir Gott kjúklingasalat:

Kryddið kjúklinginn með paprikkudufti, salti og pipar og steikið.
Skerið pítubrauðin í litla bita og penslið þau með olíu. Stráið grófu salti yfir og bakið þau við 200 gráður í 10-15 mínútur.
Skerið salatið í strimla og setjið á 4 diska. Skerið paprikku í strimla, gúrku í teninga, tómata í 4 bita og setjið þetta á salati ásamt baununum. Ristið hneturnar og stráið þeim yfir. Skerið kjúklinginn í strimla og leggjið hann á salatið.
Stráið sesamfræum, fetaosti og pítuteningum yfir allt saman og berið fram.

 

 

Hello world!

Filed under: Uncategorized — annamariabirgis @ 2:49 e.h.

Welcome to WordPress.com. This is your first post. Edit or delete it and start blogging!

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.